Jólahlaðborð Stómasamtakanna 7. desember

Stómasamtök Íslands efna til jólahlaðborðs í húsi Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, 4. hæð, fimmtudaginn 7. desember. Húsið opnar 18:30. Borðhald hefst 19:00.

Bjúgnakrækir Leppalúðason kemur í heimsókn til að gleðja unga sem aldna. Hlutavelta – veglegir vinningar. Soho veisluþjónusta sér um veitingar.

Fjölskyldur og vinir eru velkomnir. Nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku með því að senda tölvupóst á netfangið stoma@stoma.is eða hafa samband í síma 696 4395 eða 869 7147 eigi síðar en 3. desember.

Aðgangseyrir er aðeins 2.500 kr. (einungis reiðufé). Frítt fyrir börn 12 ára og yngri.