Kynning og fræðsla á vegum Coloplast

Næsti fræðslufundur Stómasamtakanna verður fimmtudaginn 2. nóvember, klukkan 20:00. Þar mun Geirþrúður Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Coloplast/Icepharma, ræða um húðvernd og mikilvægi hennar fyrir stómaþega, ásamt því að kynna nýjungar frá Coloplast.

Fundurinn verður í húsnæði Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins að Skógahlíð 8, 1. hæð.

Húsið opið frá kl. 19.30. Kaffiveitingar og spjall