Örveruflóra þarmanna

Stómasamtök Íslands og CCU-samtökin halda sameiginlegan fræðslufund fimmtudaginn 6. apríl 2017 kl. 20:00 í húsnæði Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, 1. hæð.

Birna G. Ásbjörnsdóttir ráðgjafi fjallar um örveruflóru þarmanna í tengslum við bólgusjúkdóma, hvað getur raskað þarmaflórunni og hvað er hægt að gera til að styrkja þessa mikilvægu flóru og efla ónæmiskerfi líkamans.

Birna er með MSc-próf í næringarlæknisfræði (nutritional medicine), hefur lokið námi í gagnreyndum heilbrigðisvísindum og er að hefja doktorsnám.

Húsið opnar kl. 19:30. Kaffiveitingar.

Fjölmennið og takið með ykkur gesti.