Áhugaverðar upplýsingar um vítamínupptöku stómaþega

Gott er fyrir okkur stómaþega að hafa í huga hvort líkami okkar sé að taka upp öll þau vítamín sem við þurfum. Að neðan má finna stutta samantekt sem ætti að höfða til okkar allra.

Vítamínskortur gerir stundum vart við sig í stómaþegum

Í Gautaborg hafa verið gerðar rannsóknir á vítamínskorti í stómaþegum, sem að sögn lars Ellegård læknis við Sahlgrenska Háskólasjúkrahúsið, benda til þess að mest hætta sé á D-vítamín- og kalkskorti. Þá þarf stundum að mæla með viðbót af járni og magnesíum. Aftur á móti skorti sjaldan A-, E- og K-vítamín hjá stóma-þegum. Þá nefnir hann, að sumir þurfi aukaskammt af B12 vítamíni. Einnig bendir Lars stómaþegum á að drekka nóg til að koma í veg fyrir skaða á nýrum, því að aldrei er góð vísa of oft kveðin. Því mætti bæta við, að lýsi er góður D-vítamíngjafi, en athyglisvert er, að Lars mætlir með töluvert stærri skömmtum af því fyrir stómaþega en almennar ráðleggingar embættis landlæknis hér á landi gefa til kynna. Okkur er því óhætt að taka inn væna skammta af okkar ágæta lýsi.

Er B12 vítamínþörfin vanmetin?

Alkunna er, að upptaka B12 vítamíns getur verið skert í stómaþegum, sérstaklega fyrst eftir aðgerð. Því geta sumir þeirra þurft að fá aukaskammt af því, en slíkt getur líka átt við um þá, sem ekki hafa gengist undir stómaaðgerð. Dr. James le Fanu greindi nýlega frá því í blaðinu Daily Telegraph í Bretlandi, að sú skoðun væri að verða ríkjandi, að „normalgildi“ fyrir B12 vítamín í manninum væri sett of lágt. Skortur kæmi fram hjá ýmsum öðrum en stómaþegum, þótt mælt „normalgildi“ í blóði væri talið eðlilegt. Venjulega hefur verið talið, að upptaka í meltingarkerfinu á þessu vítamíni væri léleg, en Dr. le Fanu benti á, að sumir hefðu gagn af B12 vítamíntöflum, sem sem Cytacon. Slíkt gæti dregið úr skortseinkennum.

vitamins_clock