Kynning á undirfatnaði fyrir stómaþega

Á fyrsta fræðslufundi stómasamtakanna í haust fimmtudaginn 6. október kl. 20 kynnir Berglind Guðmundsdóttir frá Ormsson Medical undirfatnaði sem er sérstaklega hannaður fyrir stómaþega. Hér er um pöntunarþjónustu að ræða og því eru allir stómaþegar hvattir til að mæta á fundinn.

Ria Smeijers, forseti Evrópsku stómasamtakanna, ávarpar gesti í upphafi fundar. Fundurinn er að venju  í húsnæði Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, 1. hæð.

Kaffiveitingar og spjall á eftir.

Húsið opnað kl. 19:30.