Guðni Gunnarsson lífsráðgjafi heldur fyrirlestur

Allt sem þú veitir athygli vex og dafnar!

Næsti fræðslufundur hjá CCU samtökunum verður miðvikudagskvöldið 21.september. Guðni Gunnarssons Lífsráðgjafi ætlar að fjalla um hversu einfalt er að gera breytingar á lífi sínu og tilvist þegar maður er tilbúinn að taka ábyrgð á lífi sínu. Á afar innihaldsríkan en skýran hátt leiðir hann þátttakendur gegnum sjö skrefa umgjörð sem umbyltir lífi allra sem fylgja henni með krafti og vilja í verki.

Fundurinn verður í sal Vistor, Hörgatúni 2 Garðabæ og hefst kl. 20:00. Allir velkomnir.