Gjöf frá nemendafélagi sjúkraliða

Stómasamtökunum barst fyrir helgi gjöf frá Nemendafélagi sjúkraliða í Fjölbraut Breiðholti. Nemendurnir höfðu gefið út kynningarblað um sig og seldu auglýsingar til að kosta útgáfuna. Þeir höfðu ákveðið að gefa Stómasamtökunum ágóðann ef einhver yrði en hann reyndist vera 150.000 krónur.

Við kunnum þeim bestu þakkir fyrir þetta framtak sem var í framhaldi af fundi þar sem að aðilar úr stjórn Stómasamtakanna mættu á fræðslufund hjá þeim og fræddu um líf með stóma. Það er ekki oft sem samtökin fá gjafir eins og þessa og þess vegna er þetta sérlega ánægjulegt.

Bestu þakkir frá Stómasamtökunum.