Kynningarfundur Sensura Mio endurtekinn

Stómasamtök Íslands halda kynningarfund fimmtudaginn 25. febrúar kl. 20 í húsnæði Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsfélagsins, Skógarhlíð 8, 1.hæð

Eins og einhverjir urðu varir við, þá barst síðasta fréttabréf mörgum félagsmönnum sama dag eða daginn eftir, að fyrsti fundur félagsins á þessu ári var haldinn. Á þeim fundi kynnti Geirþrúður Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri hjá Coloplast nýja kynslóð stómavara frá Coloplast – SenSura Mio – sem nú eru loks fáanlegar á Íslandi. Við höfum fengið þó nokkrar áskoranir um að endurtaka þennan fund vegna þeirra, sem ekki vissu af honum og hefur Geirþrúður samþykkt að verða við þeirri beiðni.

Veglegar veitingar í boði Coloplast.

Húsið opnað kl. 19.30.

Sensura_Mio