Fræðslufundur 2. febrúar – Breytt þjónusta Lyfju við stómaþega

Hjúkrunarfræðinga frá Lyfju Lágmúla heimsækja okkur og kynna breytta þjónustu við stómaþega.

Fundurinn verður fimmtudaginn 2. febrúar 2017 klukkan 20:00 í húsnæði Ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, 1. hæð.

Húsið opnar klukkan 19:30. Kaffiveitingar. Fjölmennið og takið með ykkur gesti.… Nánar

Jólahlaðborð 1. desember

Stómasamtök Íslands efna til jólahlaðborðs í húsi Krabbameinsfélagsins að Skógahlíð 8, 4. hæð, fimmtudaginn 1. desember 2016.

Húsið opnað kl. 18:30. Borðhald hefst kl. 19:00. Lalli töframaður heimsækir okkur og ætlar að sýna alls kyns töfrabrögð o.fl. Tilvalin fjölskylduskemmtun. Hlutavelta … Nánar

Kynning á nýjungum frá ConvaTec

Stómasamtök Íslands efna til fræðslufundar fimmtudaginn 3. nóvember kl. 20 í húsnæði Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, 1. hæð.

Ragnheiður Þórisdóttir viðskiptastjóri hjúkrunar- og lækningadeildar hjá Medor kynnir nýjar stómavörur frá ConvaTec.

Kaffi og meðlæti. Húsið opnað kl. 19:30.

Fjölmennið … Nánar

Vel heppnað kynningarkvöld á stómaundirfatnaði

Á fræðslufundi Stómasamtakanna 6. október var haldin kynning á undirfatnaði, sem er sérstaklega hannaður fyrir stómaþega. Berglind Guðmundsdóttir frá Ormsson Medical kynnti vörurnar. Fundurinn var óvenju fjölmennur, en á fjórða tug áhugasamra stómaþega og aðstandenda þeirra mættu.

Þeir sem ekki … Nánar